Þessi notendahandbók er skrifuð fyrir þá sem munu nota Ábendingakerfi sveitarfélaganna. Þetta er lifandi bók þannig að efnið uppfærist eftir því sem meira er bætt inn.
Handbók Ábendingakerfis sveitarfélaganna
Handbók Ábendingakerfis sveitarfélagannaMeðhöndlun ábendinga
Meðhöndlun ábendingaÁbendingakerfi sveitarfélaganna er sérhannað til að meðhöndla ábendingar frá íbúm sveitarfélagsins, og í framhaldi að veita starfsfólki sveitarfélgasins stjórntæki til að vinna með þær, alveg frá þjónustuveri sem grunnflokkar þær niður til þeirra starfsmanna sem eru úti á verkunum til að laga það sem bent var á.
Í köflunum hér á eftir er farið í hvernig starfsfólk meðhöndlar ábendingu, frá því að hún berst inn og þangað til henni er lokið.
Nýjar ábendingar
Nýjar ábendingarÞegar ábending berst frá notanda fær hún sjálfkrafa merkinguna "Ný ábending". Nýjar ábendingar sjást í sýninni "Nýjar ábendingar", en aðeins hjá þjónustuveri / þjónustuborði, enda er það upphafsstaður ábendinga.
Umsýsla ábendinga
Umsýsla ábendingaHver sem starfsmaðurinn er, til að vinna með ábendingu sem hefur verið úthlutað á þig eða sviðið/deildina þína þá velur þú hnappinn umsýsla. Það mun opna ábendinguna í þeim ham sem þú hefur réttindi til að skoða.
Þjónustuver/deildarstjórar
Þjónustuver/deildarstjórarÞeir sem starfa í þjónustuveri eða eru deildar- og/eða sviðsstjórar munu fá eftirfarandi skjámynd upp hjá sér þegar þegar velja að sýsla með eina ákveðna ábendingu.
Fyrst birtist Titill ábendingarinnar, eins og hann var skráður hjá þeim sem sendi hana inn. Í flestum tilfellum þarf ekki að eiga við titilinn, en þó gæti, í einhverjum tilfellum verið betra að laga hann aðeins, ef t.d. verið er að nota gróft orðbragð.
Svar til íbúa
Svar til íbúaHægt er að velja um þrenns konar svör til íbúa, sem koma í tölvupóstinn sem sendur er út við lokun á ábendingu.
Tilbúið svar
Hægt er að vista tilbúin svör í kerfinu og velja þau svo þegar ábendingu er lokað. Það er oft notað í þeim tilfellum sem svörin eru stöðluð, s.s. þegar fyllt er upp í holu í malbiki o.þ.h. Svörin eru forskráð af þjónustustjóra eða kerfisstjóra
Svar til íbúa
Einnig getur sá sem lokar ábendingunni skrifað frjálsan texta sem svar til íbúans.
Sambland af hvoru tveggja
Að lokum er hægt að velja sambland af bæði tilbúnu svari og frjálsum texta. Tilbúna svarið kemur samt alltaf fyrir ofan frjálsa textann.
Ábendingartexti
ÁbendingartextiUndir liðnum Ábendingartexti eru þrjú svæði:
Ábending
Það fyrsta er textahólf sem ekki er hægt að breyta. Það er ábendingin eins og hún var send inn af notandanum. Til að koma í veg fyrir klögur um að sveitarfélagið hafi breytt texta ábendingarinnar (oft "sér í hag") var ákveðið að geyma alltaf upprunalegu tilkynninguna í gagnagrunninum, óbreytta og án þess að hægt sé að breyta henni.
Ábending (fer til birtingar á ytri vef)
Til þess að hægt sé að birta ábendingar á opnum vef þarf að vera hægt að afmá allar persónugreinalegar upplýsingar um viðkomandi úr ábendingatextanum. Það hefur komið fyrir að ábending á borð við:
Ég, Gunnar Gunnarsson, kennitala 1234567890, til heimilis á Illugastöðum 3, Barðaströnd, tel að Borgarstjóri yðar, Dagur B. Eggertsson, sé bölvaður kjáni! bla bla bla bla bla. Já, og svo er hola hérna á Hlemminum!
hafi verið send inn til Reykjavíkurborgar. Hér er allt of mikið af persónugreinanlegum upplýsingum, og hvort sem notandinn vissi það eður ei ber eigandi vefsins (sveitarfélagið) ábyrgð á því að slíkar upplýsingar séu ekki gerðar opinberar.
Þetta svæði er s.s. til þess að geta breytt textanum í ábendingunni sem fer til opinberar birtingar.
Túlkuð ábending
Það kemur líka fyrir að viðkomandi fer löngu máli um hvað sé að, og jafnvel blandar saman fleiri en einu málefni. Því er þetta svæði ætlað fyrir þá sem vinna verkin, ef það þarf að "túlka" ábendinguna, þ.e. taka saman langt mál í eina setningu, þá er sá texti settur hér. Þessi texti er aðeins sýnilegur starfsmönnum sveitarfélagsins.
Sendandi
SendandiUpplýsingar um sendandann (ef sendandinn lét í té upplýsingarnar) birtast hér undir, nafn, símanúmer og tölvupóstfang. Þessar upplýsingar eru langoftast notaðar til að hafa samband við viðkomandi ef ábendingin er ekki alveg ljós. Einnig er tölvupóstfangið notað til að senda stöðuupplýsingar á viðkomandi.
Tímasetningar
TímasetningarKerfið heldur utanum allar tímasetningar varðandi ábendinguna, hvenær hún kom inn, hvenær henni var úthlutað og hvenær henni var lokað. Þær upplýsingar er hægt að finna undir þessum flipa. Ef tímasetning hefur ekki verið skráð (t.d. að ábending er enn opin) birtist hún ekki.
Ýmar stillingar
Ýmar stillingarUndir liðinn Ýmsar stillingar eru sett svæði sem vanalega er ekki mikið verið að breyta.
Staða
Staða ábendingar getur verið
- Ný ábending - Þegar ábending hefur borist frá íbúa en enginn hefur meðhöndlað hana
- Móttekin - Þegar þjónustuver hefur úthlutað henni á deild/svið
- Í vinnslu - Þegar starfsmaður úti á verki tekur við ábendingunni og hefst handa við að leysa úr henni
- Lokið - Þegar búið er að ljúka ábendingunni á einhvern hátt, hvort sem það var að málið leystist eða ekki var hægt að leysa úr málinu.
Trúnaður
Stundum koma inn ábendingar sem ekki eiga endilega að berast inn í kerfið, s.br. ábendingar um barnaverndarmál eða önnur mjög persónuleg mál. En ekki er heldur ráðlegt að eyða bara slíkum ábendingum, aftur, til að halda utan um gögnin.
Því er hægt að haka við ábendinguna sem Trúnaðarmál. Eftir að það hefur verið gert hefur enginn aðgengi að henni nema Þjónustustjóri og eftir atvikum starfsfólk Barnaverndar, ef þau hafa aðgengi að kerfinu.
Yfirlit trúnaðarábendinga er að finna undir hnappnum Trúnaðarábendingar, sem aðeins þjónustustjóri hefur aðgang að.
Tryggingamál
Ef fram kemur í ábendingu að aðstæður hafi valdið muna- eða líkamstjóni á að haka við „Tryggingamál“ – og fer þá tölvupóstur til lögfræðings sveitarfélagsins sem svarar tjónþola. Samhliða munu ábendingar berast til þeirra sem þurfa að bregðast við á vettvangi.
Það sem gerist líka er það að þegar ábendingu er lokað innan ábendingakerfisins, og tölvupóstur um að henni hafi verið lokað með ákveðinni niðurstöðu er sendur út, er sendur út formáli til sendanda ábendingarinnar um það að aðeins er verið að loka þeim hluta sem snýr að því sem þurfti að laga (t.d. holu eða þess háttar). Málið hjá lögfræðingi sveitarfélagsins er enn í fullum gangi (eftir atvikum).
Áframsendingar
ÁframsendingarHægt er að úthluta (áframsenda) ábendingar á þrjá vegu: Innan sveitarfélagsins, á aðra deild/svið, senda á skilgreindan utanaðkomandi aðila eða senda á óskilgreindan aðila
Innan sveitarfélagsins
Til að senda ábendingu áfram innan sveitarfélagsins þarf einungis að haka við ákveðna deild/svið og svo vista ábendinguna. Þar með mun hún berast hinni nýju deild/sviði.
Áframsenda á utanaðkomandi
Hér er hægt að velja forskráða utanaðkomandi aðila svo sem Vegagerðina, Veitur o.þ.h. Forskráning á utanaðkomandi aðilum er gerð af Þjónustustjóra.
Ef valið er að senda á utanaðkomandi aðila er svo litið á að ábendingunni sé formlega lokið hjá sveitarfélaginu og henni því lokað. Tölvupóstur því samhliða er sendur út á bæði utanaðkomandi aðilann og til þess sem sendi inn ábendinguna.
Áframsenda á utanaðkomandi - frjáls tölvupóstur
Einnig er hægt að senda á aðila sem ekki er forskráður og er þá tölvupóstfangið sett hér.
Ahugið að bæði er hægt að velja að senda á forskráða og óforskráða á sama tíma.
Flokkunarhugtök
FlokkunarhugtökFlokkunarhugtök (taxonomy terms) eru notuð til að flokka efni niður eftir tegundum. Í ábendingakerfinu eru eftirfarandi flokkunarhugtök:
- Staða ábendingar
- Ábendingategundir
- Utanaðkomandi deildir og svið
- Hverfi
Hvert og eitt flokkunarhugtak er svo með eigin stillingar og er fjallað um þær undir hverjum flokki.
Staða ábendingar
Staða ábendingarStöður ábendinga eru vanalega fjórar: Ný ábending, Móttekin, Í vinnslu og Lokið.
- Ný ábending er staða sem ábendingin fær þegar hún er send inn og enginn hefur snert hana.
- Móttekin er staða sem ábendingin fær þegar þjónustuver hefur úthlutað henni til næstu deildar til frekari úrvinnslu.
- Í úrvinnslu, eins og nafnið gefur til kynna er staða fyrir ábendingar þegar verið er að vinna þær (starfsmaður á verki er að fylla í holu eða önnur úrlausn)
- Lokið, er fyrir ábendingar sem hefur verið lokað, venjulegast vegna þess að þeim er lokið.
Hægt er að bæta við stöður ábendinga undir flokkunarhugtakinu Staða ábendingar, en það hefur samt engan tilgang í sjálfu sér, þar sem það eru engar sýnir á gögnin sem hafa hinar nýju stöður. Það þyrfti þá að gera í samráði við kerfisstjóra til að geta birt gögnin og, eftir þörfum, reiknað út nýja tímastimpla á ábendingarnar.
Stöðurnar eru t.d. notaðar til að skrá tímastimpla á því hvenær ábendingin er meðhöndluð, hvenær hún fer úr stöðunni mótekin í stöðuna Í úrvinnslu og svo þegar henni er lokað.
Ábendingategundir
ÁbendingategundirÁbendingategundir er kannski ekki mest lýsandi nafn í heimi, en þar eru settar inn skilgreiningar á deildum sveitarfélagsins sem fá ábendingar til sín. En um leið verður ábendingin af þeirri “tegund”.
Ein tegund þarf alltaf að vera til á einhverju formi og það er sú tegund (deild) sem sér um grunn-úrvinnslu ábendinga, oftast kallað þjónustuver.
Þegar Þjónustuverið (eða hvað sem sveitarfélagið vill kalla þjónustudeildina) hefur verið stofnað þarf að stilla kerfið af til þess að það viti hver grunnstoðdeildin er. Það er gert með því að fara á /admin/config/indication/service-desk-configuration Ef þú stofnaðir “Þjónustuver” sérðu reyndar að það er sjálfgefin stilling. En það þarf að skilgreina hvenær þjónustuverið opnar og lokar (klukkustundir og mínútur)
Þegar ábendingategund er bætt við (eða breytt) er hægt að stilla af nokkrar breytur.
Nafn
Nafn ábendingartegundinnar, eða sviðsins/deildarinnar. T.d. Þjónustuver, Umhverfis- og skipulagssvið, Sorphirða et.c.
Þarf að svara fyrir
Þarf að svara fyrir segir til um hversu langan tíma þessi deild eða þetta svið hefur til að bregðast við ábendingunni (senda hana áfram eða setja hana í aðra stöðu, t.d. úrvinnslu).
Senda tölvupóst á svið
Senda tölvupóst á svið gefur valkost um að láta sviðið vita með tölvupósti þegar ábending berst á sviðið/deildina. Þessi stilling er meira hugsuð fyrir svið sem fá allra jafna ekki mikið af ábendingum og ekki stöðugt verið að vakta ábendingakerfið, s.br. Umhverfis- og skipulagssvið eða Þjónustuver. Þegar þetta er valið fá ALLIR starfsmenn sviðsins tölvupóst.
Safnpósthólf
Annar valkostur væri svo að senda tölvupóst á safnpósthólf. Þá fer alltaf bara einn tölvupóstur, á það safnhólf, en ekki á alla deildina. Það "safnhólf" getur að sjálfsögðu verið póstfang hjá einstaklingi.
Utanaðkomandi deildir og svið
Utanaðkomandi deildir og sviðEkki eru allar ábendingar sem tilheyra sveitarfélaginu. Ekki er það heldur þannig að úrvinnsla fari fram hjá sveitarfélaginu. Gott dæmi um það eru ábendingar sem tilheyra Vegagerðinni eða Landsneti, eða þar sem úrvinnsla fer fram hjá undirverktaka sem ekki er hluti af sveitarfélagsbatteríinu sjálfu.
Þegar nýju utanakomandi sviði/deild er bætt við er hægt að stilla af ákveðnar breytur.
Nafn
Nafn sviðsins/deildarinnar. Mest notað til að aðgreina og til að velja úr fellilistum hvert á að áframsenda ábendinguna.
Tölvupóstfang sem áframsenda skal mál á
Hægt er að skrá fleiri en eitt tölvupóstfang og skal þá ýta á "Add another item" hnappinn til að gera það.
Tölvupóstur til utanaðkomandi
Þetta er texti sem berst alltaf með þessum sjálfvirku póstum til utanaðkomandi deildar. Með textanum er líka sendur hlekkur á ábendinguna, þannig að þau geti nú skoðað hana, auk þess sem ábendingartextinn sjálfur (túlkaða ábendingin) er send með í póstinum.
Tölvupóstur til sendanda ábendingarinnar
Það er líka gott að láta þann sem tilkynnti vita að búið sé að senda ábendinguna áfram og að henni sé þ.a.l. líklegast lokið af hendi sveitarfélagsins. Þessi texti er breytilegur á milli hverrar deildar/sviðs, þar sem það getur verið mjög mismunandi ástæður fyrir því að verkið er sent frá sveitarfélaginu.
Hverfi
HverfiEf sveitarfélögin eru stór getur þurft að skipta bæjarhlutunum upp í hverfi. Hér er aðallega verið að meina þegar það eru t.d. þjónustustöðvar á nokkrum stöðum. Reykjavíkurborg er með ellefu "hverfi" þó svo að tæknilega myndu íbúarnir tala um mun fleiri. Í ábendingakerfi Borgarinnar er Breiðholt allt eitt hverfi, en ekki mörg (Stekkir, Bakkar, Sel, Berg, Fell og Hólar). Þessi flokkun er s.s. til að geta betur flokkað niður hvert á að senda ábendingarnar. Sem dæmi er óþarfi að Jóna sem er í garðslætti og viðhaldi í Breiðholti sjái endilega ábendingar um garðslátt í Vesturbæjarhverfinu.
Notkun á þessum flokki er algjörlega valkvæð, en til þess að hún virki sem skildi þarf að stilla bæði af sýnirnar fyrir starfsmennina og tengja viðeigandi starfsmenn á hverfin.
Engin önnur svæði þarf að fylla út annað en nafn hverfisins.
Önnur góð ástæða fyrir því að nota hverfa-flokkun væri í sameinuðum sveitarfélögum. Sveitarfélagið Árborg samanstendur af Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyri. Ef ábendingarnar eru flokkaðar á hverfin er auðveldara að taka út tölfræði úr kerfinu, t.d. til að sjá hlutfall á milli hverfahluta o.þ.h.
Notendur
NotendurTil að geta unnið með ábendingar þarf einstaklingur að vera með notendareikning í kerfinu. Ekki þarf notendareikning til að senda inn ábendingar, þær er hægt að senda inn án innskráningar.
Notendur skrá sig inn í kerfið með því að fylgja slóðinni LÉN.is/user og slá þar inn notendanafnið sitt og lykilorð. Ef þeir hafa gleymt lykilorðinu sínu geta þeir valið um að endursetja lykilorðið.
Innskráning notenda
Innskráning notendaÞað fyrsta sem notandi þarf að gera til að geta unnið með ábendingar er að skrá sig inn. Það gerir hann annað hvort með því að ýta á Innskráning hnappinn uppi í hægra horninu eða hann fer á slóðina 'LÉN.is/user'. Hvort sem heldur er mun þessi gluggi birtast notandanum.
Þegar notandinn er búinn að skrá sig inn birtist þessi upplýsingaskjár, með upplýsingum um nafn notandans, á hvaða sviði hann er og hversu lengi hann hefur verið notandi á síðunni. Einnig fær hann hnappa sem tilheyra hans aðgerðum auk hnapps til að breyta upplýsingunum sínum.
Athugið: Hnapparnir geta verið mismunandi eftir réttindum hvers og eins notanda.
Breyta notanda (notandinn sjálfur)
Breyta notanda (notandinn sjálfur)Hægt er að breyta upplýsingum notenda og er það gert á tvo vegu. Annars vegar þær upplýsingar sem notandinn sjálfur getur breytt og svo þeim sem kerfisstjóri/þjónustustjóri getur breytt. Með því að ýta á "Breyta" hnappinn á yfirlitsmynd notandans færðu upp form sem þú getur átt við eftirfarandi upplýsingar.
Fullt nafn
Fullt nafn er aðallega notað til að birta ábyrgðaraðila ábendingar innan kerfisins, s.s. til að aðrir notendur kerfisins geti á einfaldan hátt fundið hver er ábyrgðaraðili ábendingarinnar á þessum tímapunkti.
Núverandi lykilorð
Sem öryggisatriði, ef það á að breyta tölvupóstfanginu eða lykilorðinu þarf að slá inn gamla lykilorðið hér. Annars þarf það ekki.
Netfang
Tölvupóstfang notandans. Þangað fær hann líka tilkynningar um nýjar ábendingar EF hann er skráður á svið/deild sem fær slíkar póstsendingar. Notandinn fær líka senda hlekki um endursetningu lykilorðs ef hann óskar um slíkt. Þó svo að notandinn geti breytt netfanginu ráðleggjum við frá því að vera mikið að fikta í því, því póstsendingar úr kerfinu reiða sig á það.
Lykilorð
Ef á að breyta lykilorðinu er nýja lykilorðið sett hér. Um leið og skrifað er í þennan reit mun annar eins reitur birtast fyrir neðan þar sem nýja lykilorðið er slegið inn aftur (til að koma í veg fyrir innsláttarmistök).
Við mælum með að setja inn langan streng af stöfum og númerum og láta svo notandann breyta sjálfan um lykilorðið þegar hann skráir sig inn í fyrsta sinn. Þar með er búið að koma (betur) í veg fyrir að einhver annar en notandinn kunni lykilorðið.
Ekki er sett krafa um lágmarksstyrkleika lykilorða í grunnuppsetningu Ábendingakerfisins, en við mælum mjög sterklega með því að það sé uppsett og skilgreint. Sér undirsíða um hvernig það er gert er í þessari handbók.
Undirskrift
Undirskriftin er eitthvað sem notendurnir sjálfir skilgreina, þó svo að það sé hugsanlega eitthvað sem sveitarfélögin sjálf vilja móta sér stefnu um. Undirskriftin kemur undir sjálfvirka pósta frá kerfinu þegar málum er lokað eða þeir áframsendir á utanaðkomandi deildir et.c.
Breyta notanda (þjónustustjóri)
Breyta notanda (þjónustustjóri)Þjónustustjóri og kerfisstjóri geta breytt meiri upplýsingum um notendur en notendurnir sjálfir. Til að hægt sé að breyta notanda á þann hátt þarf að fara í valmyndina fyrir notendur og velja "Yfirlit". Þá birtist listi yfir alla notendur kerfisins.
Þegar búið er að velja það að breyta starfsmanni sem kerfisstjóri kemur upp samskonar form og þegar notandinn breytir, nema það að það eru nokkur auka svæði.
Notendanafn
Þjónustustjóri getur breytt notendanafni notandans. Það fylgir sömu reglum og þegar notandinn er búinn til.
Staða
Hægt er að breyta stöðu notandans úr Virkum í Óvirkann. Óvirkur notandi getur ekki innskráð sig eða breytt neinu í kerfinu og því gott að setja þessa stöðu á alla þá starfsmenn sem hafa lokið störfum eða eru í tímabundnu leyfi. Ef þú vilt eyða notandanum skaltu lesa þig til um það á síðunni um hvernig eyða skal notanda.
Svið
Einungis notandi með kerfisstjóraréttindi geta breytt sviðum notenda. Það er m.a. gert til þess að notendurnir sjálfir séu ekki að færa sig til á milli sviða "til að skoða aðrar ábendingar". Það getur skapað óreiðu og er því þessi breyting aðeins á færi kerfisstjóra og þjónustustjóra.
Stofnun notenda
Stofnun notendaTil að stofna nýjan notanda þarf að hafa tiltekin réttindi, sem aðeins kerfisstjóri og þjónustustjóri hafa. Annað hvort fylgið slóðinni LÉN.is/admin/people/create eða svífið yfir táknmyndinni af manneskjunni í tólastikunni vinstra megin og veljið Add user.
Fullt nafn
Fullt nafn er aðallega notað til að birta ábyrgðaraðila ábendingar innan kerfisins, s.s. til að aðrir notendur kerfisins geti á einfaldan hátt fundið hver er ábyrgðaraðili ábendingarinnar á þessum tímapunkti.
Netfang
Tölvupóstfang notandans. Þangað fær hann líka tilkynningar um nýjar ábendingar EF hann er skráður á svið/deild sem fær slíkar póstsendingar. Notandinn fær líka senda hlekki um endursetningu lykilorðs ef hann óskar um slíkt.
Notendanafn
Notendanafnið inn í kerfið. Það getur verið næstum því hvað sem er þó svo að við mælum með að nota sama notendanafn og inn í önnur kerfi sveitarfélagsins, til að rugla ekki notendur.
Lykilorð
Lykilorð notenda. Við mælum með að setja inn langan streng af stöfum og númerum og láta svo notandann breyta sjálfan um lykilorðið þegar hann skráir sig inn í fyrsta sinn. Þar með er búið að koma (betur) í veg fyrir að einhver annar en notandinn kunni lykilorðið.
Ekki er sett krafa um lágmarksstyrkleika lykilorða í grunnuppsetningu Ábendingakerfisins, en við mælum mjög sterklega með því að það sé uppsett og skilgreint. Sér undirsíða um hvernig það er gert er í þessari handbók.
Hlutverk
Notendur geta haft mörg hlutverk en í flestum tilfellum hafa þeir bara eitt. Hlutverkin eru notendastýring inni í kerfinu þannig að veittu notandanum eingöngu þann aðgang sem hann þarfnast. Til dæmis ekki veita Siggu á skóflunni Þjónustustjóraréttindi ef hún er bara að vinna úti á verkum, þá á að veita henni hlutverkið "Starfsmaður".
Láta notanda vita af nýjum notendaaðgangi
Þegar verið er að stofna notendur er oft gott að senda þeim tölvupóst um að reikningurinn þeirra hafi verið stofnaður. Hægt er að stilla af textann til notenda á slóðinni /admin/config/people/accounts og eru stillingarnar fyrir textann neðst á þeirri síðu.
Svið
Hér eru svið notandans skilgreind, þ.e. hvar hann vinnur og þ.a.l. hvaða ábendingar notandinn á að sjá. Ef notandinn vinnur t.d. á undirsviði USK er nóg að haka bara við undirsviðið og sér hann þá ekki aðrar ábendingar. Ef hann á að sjá allar ábendingar yfirsviðs, t.d. allar ábendingar USK er nóg að haka við Umhverfis- og skipulagssvið. (Ath. að nöfn deilda og sviða eru mismunandi á milli sveitarfélaga og stundum á milli kjörtímabila. Nafnið Umhverfis- og skipulagssvið (USK) er eingöngu notað sem sýnidæmi).
Undirskrift
Undirskriftin er eitthvað sem notendurnir sjálfir skilgreina, þó svo að það sé hugsanlega eitthvað sem sveitarfélögin sjálf vilja móta sér stefnu um. Undirskriftin kemur undir sjálfvirka pósta frá kerfinu þegar málum er lokað eða þeir áframsendir á utanaðkomandi deildir et.c.
Styrkleiki lykilorða
Styrkleiki lykilorðaÍ kerfum eins og Ábendingakerfi sveitarfélaganna eru oft viðkvæm gögn sem ekki mega leka út fyrir kerfið og sérstaklega ekki ef brotist er inn í kerfið vegna þess að lykilorð notenda voru léleg.
Í Ábendingakerfinu fylgir módúla (sem þarf að virkja) sem býr til lágmarkskröfur um lykilorð. Hægt er að setja upp mismunandi kröfur fyrir mismunandi notendur þannig að t.d. kerfisstjóri, þjónustustjóri og starfsfólk þjónustuborðs séu með strangari kröfu um lykilorð en t.d. starfsfólk úti á verkum, enda hafa þau mun takmarkaðri aðgang að ábendingunum og venjulega ekki aðgang að trúnaðarupplýsingum.
Til að stilla módúluna af þarf fyrst að fara á /admin/config/security/password_strength/settings síðuna til að velja (og hafna) hvaða aðferð á að nota við að bera saman lykilorðin við styrkleikastillinguna (t.d. dagsetningar, leet (1337) o.fl.).
Næst þarf svo að setja upp skilgreiningarnar á hvað telst vera "öruggt" lykilorð með því að skilgreina reglurnar. Þær eru að sjálfsögðu mismunandi á milli sveitarfélaganna en hér fyrir neðan má sjá skjáskot af annars vegar mjög ströngum reglum fyrir Þjónustustjóra og Kerfisstjóra og hins vegar aðeins lausari reglum fyrir starfsmenn úti á verkum.