Utanaðkomandi deildir og svið

Utanaðkomandi deildir og svið

Ekki eru allar ábendingar sem tilheyra sveitarfélaginu. Ekki er það heldur þannig að úrvinnsla fari fram hjá sveitarfélaginu. Gott dæmi um það eru ábendingar sem tilheyra Vegagerðinni eða Landsneti, eða þar sem úrvinnsla fer fram hjá undirverktaka sem ekki er hluti af sveitarfélagsbatteríinu sjálfu. 

Stofna Utanaðkomandi deild / svið
Image
Stofna utanaðkomandi deild/svið

Þegar nýju utanakomandi sviði/deild er bætt við er hægt að stilla af ákveðnar breytur.

Nafn

Nafn sviðsins/deildarinnar. Mest notað til að aðgreina og til að velja úr fellilistum hvert á að áframsenda ábendinguna.

Tölvupóstfang sem áframsenda skal mál á

Hægt er að skrá fleiri en eitt tölvupóstfang og skal þá ýta á "Add another item" hnappinn til að gera það.

Tölvupóstur til utanaðkomandi

Þetta er texti sem berst alltaf með þessum sjálfvirku póstum til utanaðkomandi deildar. Með textanum er líka sendur hlekkur á ábendinguna, þannig að þau geti nú skoðað hana, auk þess sem ábendingartextinn sjálfur (túlkaða ábendingin) er send með í póstinum.

Tölvupóstur til sendanda ábendingarinnar

Það er líka gott að láta þann sem tilkynnti vita að búið sé að senda ábendinguna áfram og að henni sé þ.a.l. líklegast lokið af hendi sveitarfélagsins. Þessi texti er breytilegur á milli hverrar deildar/sviðs, þar sem það getur verið mjög mismunandi ástæður fyrir því að verkið er sent frá sveitarfélaginu.

Hægri
hilmar