Notendur

Notendur

Til að geta unnið með ábendingar þarf einstaklingur að vera með notendareikning í kerfinu. Ekki þarf notendareikning til að senda inn ábendingar, þær er hægt að senda inn án innskráningar.

Innskráning

Notendur skrá sig inn í kerfið með því að fylgja slóðinni LÉN.is/user og slá þar inn notendanafnið sitt og lykilorð. Ef þeir hafa gleymt lykilorðinu sínu geta þeir valið um að endursetja lykilorðið. 

hilmar

Innskráning notenda

Innskráning notenda

Það fyrsta sem notandi þarf að gera til að geta unnið með ábendingar er að skrá sig inn. Það gerir hann annað hvort með því að ýta á Innskráning hnappinn uppi í hægra horninu eða hann fer á slóðina 'LÉN.is/user'. Hvort sem heldur er mun þessi gluggi birtast notandanum.

Image
Innskráning starfsmanns
Innskráning notenda / starfsmanns

Þegar notandinn er búinn að skrá sig inn birtist þessi upplýsingaskjár, með upplýsingum um nafn notandans, á hvaða sviði hann er og hversu lengi hann hefur verið notandi á síðunni. Einnig fær hann hnappa sem tilheyra hans aðgerðum  auk hnapps til að breyta upplýsingunum sínum. 

Athugið: Hnapparnir geta verið mismunandi eftir réttindum hvers og eins notanda.

Image
Ábendingakerfi - Notandi innskráður
hilmar

Breyta notanda (notandinn sjálfur)

Breyta notanda (notandinn sjálfur)

Hægt er að breyta upplýsingum notenda og er það gert á tvo vegu. Annars vegar þær upplýsingar sem notandinn sjálfur getur breytt og svo þeim sem kerfisstjóri/þjónustustjóri getur breytt. Með því að ýta á "Breyta" hnappinn á yfirlitsmynd notandans færðu upp form sem þú getur átt við eftirfarandi upplýsingar.

Image
Ábendingakerfi - Breyta starfsmanni (starfsmaðurinn sjálfur)
Starfsmaðurinn sjálfur getur breytt eftirfarandi upplýsingum um sjálfan sig

Fullt nafn

Fullt nafn er aðallega notað til að birta ábyrgðaraðila ábendingar innan kerfisins, s.s. til að aðrir notendur kerfisins geti á einfaldan hátt fundið hver er ábyrgðaraðili ábendingarinnar á þessum tímapunkti.

Núverandi lykilorð

Sem öryggisatriði, ef það á að breyta tölvupóstfanginu eða lykilorðinu þarf að slá inn gamla lykilorðið hér. Annars þarf það ekki.

Netfang

Tölvupóstfang notandans. Þangað fær hann líka tilkynningar um nýjar ábendingar EF hann er skráður á svið/deild sem fær slíkar póstsendingar. Notandinn fær líka senda hlekki um endursetningu lykilorðs ef hann óskar um slíkt. Þó svo að notandinn geti breytt netfanginu ráðleggjum við frá því að vera mikið að fikta í því, því póstsendingar úr kerfinu reiða sig á það.

Lykilorð

Ef á að breyta lykilorðinu er nýja lykilorðið sett hér. Um leið og skrifað er í þennan reit mun annar eins reitur birtast fyrir neðan þar sem nýja lykilorðið er slegið inn aftur (til að koma í veg fyrir innsláttarmistök).

Við mælum með að setja inn langan streng af stöfum og númerum og láta svo notandann breyta sjálfan um lykilorðið þegar hann skráir sig inn í fyrsta sinn. Þar með er búið að koma (betur) í veg fyrir að einhver annar en notandinn kunni lykilorðið.

Ekki er sett krafa um lágmarksstyrkleika lykilorða í grunnuppsetningu Ábendingakerfisins, en við mælum mjög sterklega með því að það sé uppsett og skilgreint. Sér undirsíða um hvernig það er gert er í þessari handbók.

Undirskrift

Undirskriftin er eitthvað sem notendurnir sjálfir skilgreina, þó svo að það sé hugsanlega eitthvað sem sveitarfélögin sjálf vilja móta sér stefnu um. Undirskriftin kemur undir sjálfvirka pósta frá kerfinu þegar málum er lokað eða þeir áframsendir á utanaðkomandi deildir et.c.

 

hilmar

Breyta notanda (þjónustustjóri)

Breyta notanda (þjónustustjóri)

Þjónustustjóri og kerfisstjóri geta breytt meiri upplýsingum um notendur en notendurnir sjálfir. Til að hægt sé að breyta notanda á þann hátt þarf að fara í valmyndina fyrir notendur og velja "Yfirlit". Þá birtist listi yfir alla notendur kerfisins.

Image
Ábendingakerfi - Listi yfir notendur - Breyta notanda sem kerfisstjóri
Kerfisstjóri/þjónustustjóri geta valið um að breyta notanda sem kerfisstjóri, til að breyta t.d. sviði/sviðum starfsmanna

Þegar búið er að velja það að breyta starfsmanni sem kerfisstjóri kemur upp samskonar form og þegar notandinn breytir, nema það að það eru nokkur auka svæði.

Image
Ábendingakerfi - Listi yfir notendur - Breyta notanda sem kerfisstjóri - Breytingahamur
Breytingaformið, sýn þjónustu- og kerfisstjóra

Notendanafn

Þjónustustjóri getur breytt notendanafni notandans. Það fylgir sömu reglum og þegar notandinn er búinn til.

Staða

Hægt er að breyta stöðu notandans úr Virkum í Óvirkann. Óvirkur notandi getur ekki innskráð sig eða breytt neinu í kerfinu og því gott að setja þessa stöðu á alla þá starfsmenn sem hafa lokið störfum eða eru í tímabundnu leyfi. Ef þú vilt eyða notandanum skaltu lesa þig til um það á síðunni um hvernig eyða skal notanda.

Svið

Einungis notandi með kerfisstjóraréttindi geta breytt sviðum notenda. Það er m.a. gert til þess að notendurnir sjálfir séu ekki að færa sig til á milli sviða "til að skoða aðrar ábendingar". Það getur skapað óreiðu og er því þessi breyting aðeins á færi kerfisstjóra og þjónustustjóra.

hilmar

Stofnun notenda

Stofnun notenda

Til að stofna nýjan notanda þarf að hafa tiltekin réttindi, sem aðeins kerfisstjóri og þjónustustjóri hafa. Annað hvort fylgið slóðinni LÉN.is/admin/people/create eða svífið yfir táknmyndinni af manneskjunni í tólastikunni vinstra megin og veljið Add user.

Image
Stofna notanda í ábendingakerfi sveitarfélaga
Svæði sem þarf að fylla út þegar notandi er stofnaður í ábendingakerfinu

Fullt nafn

Fullt nafn er aðallega notað til að birta ábyrgðaraðila ábendingar innan kerfisins, s.s. til að aðrir notendur kerfisins geti á einfaldan hátt fundið hver er ábyrgðaraðili ábendingarinnar á þessum tímapunkti.

Netfang

Tölvupóstfang notandans. Þangað fær hann líka tilkynningar um nýjar ábendingar EF hann er skráður á svið/deild sem fær slíkar póstsendingar. Notandinn fær líka senda hlekki um endursetningu lykilorðs ef hann óskar um slíkt.

Notendanafn

Notendanafnið inn í kerfið. Það getur verið næstum því hvað sem er þó svo að við mælum með að nota sama notendanafn og inn í önnur kerfi sveitarfélagsins, til að rugla ekki notendur.

Lykilorð

Lykilorð notenda. Við mælum með að setja inn langan streng af stöfum og númerum og láta svo notandann breyta sjálfan um lykilorðið þegar hann skráir sig inn í fyrsta sinn. Þar með er búið að koma (betur) í veg fyrir að einhver annar en notandinn kunni lykilorðið.

Ekki er sett krafa um lágmarksstyrkleika lykilorða í grunnuppsetningu Ábendingakerfisins, en við mælum mjög sterklega með því að það sé uppsett og skilgreint. Sér undirsíða um hvernig það er gert er í þessari handbók.

Hlutverk

Notendur geta haft mörg hlutverk en í flestum tilfellum hafa þeir bara eitt. Hlutverkin eru notendastýring inni í kerfinu þannig að veittu notandanum eingöngu þann aðgang sem hann þarfnast. Til dæmis ekki veita Siggu á skóflunni Þjónustustjóraréttindi ef hún er bara að vinna úti á verkum, þá á að veita henni hlutverkið "Starfsmaður".

Láta notanda vita af nýjum notendaaðgangi

Þegar verið er að stofna notendur er oft gott að senda þeim tölvupóst um að reikningurinn þeirra hafi verið stofnaður. Hægt er að stilla af textann til notenda á slóðinni /admin/config/people/accounts og eru stillingarnar fyrir textann neðst á þeirri síðu.

Svið

Hér eru svið notandans skilgreind, þ.e. hvar hann vinnur og þ.a.l. hvaða ábendingar notandinn á að sjá. Ef notandinn vinnur t.d. á undirsviði USK er nóg að haka bara við undirsviðið og sér hann þá ekki aðrar ábendingar. Ef hann á að sjá allar ábendingar yfirsviðs, t.d. allar ábendingar USK er nóg að haka við Umhverfis- og skipulagssvið. (Ath. að nöfn deilda og sviða eru mismunandi á milli sveitarfélaga og stundum á milli kjörtímabila. Nafnið Umhverfis- og skipulagssvið (USK) er eingöngu notað sem sýnidæmi).

Undirskrift

Undirskriftin er eitthvað sem notendurnir sjálfir skilgreina, þó svo að það sé hugsanlega eitthvað sem sveitarfélögin sjálf vilja móta sér stefnu um. Undirskriftin kemur undir sjálfvirka pósta frá kerfinu þegar málum er lokað eða þeir áframsendir á utanaðkomandi deildir et.c.

hilmar

Styrkleiki lykilorða

Styrkleiki lykilorða

Í kerfum eins og Ábendingakerfi sveitarfélaganna eru oft viðkvæm gögn sem ekki mega leka út fyrir kerfið og sérstaklega ekki ef brotist er inn í kerfið vegna þess að lykilorð notenda voru léleg.

Í Ábendingakerfinu fylgir módúla (sem þarf að virkja) sem býr til lágmarkskröfur um lykilorð. Hægt er að setja upp mismunandi kröfur fyrir mismunandi notendur þannig að t.d. kerfisstjóri, þjónustustjóri og starfsfólk þjónustuborðs séu með strangari kröfu um lykilorð en t.d. starfsfólk úti á verkum, enda hafa þau mun takmarkaðri aðgang að ábendingunum og venjulega ekki aðgang að trúnaðarupplýsingum.

Til að stilla módúluna af þarf fyrst að fara á /admin/config/security/password_strength/settings síðuna til að velja (og hafna) hvaða aðferð á að nota við að bera saman lykilorðin við styrkleikastillinguna (t.d. dagsetningar, leet (1337) o.fl.). 

Næst þarf svo að setja upp skilgreiningarnar á hvað telst vera "öruggt" lykilorð með því að skilgreina reglurnar. Þær eru að sjálfsögðu mismunandi á milli sveitarfélaganna en hér fyrir neðan má sjá skjáskot af annars vegar mjög ströngum reglum fyrir Þjónustustjóra og Kerfisstjóra og hins vegar aðeins lausari reglum fyrir starfsmenn úti á verkum.

Image
Mjög stöng skilgreining á hvernig lykilorð eiga að vera
Ströng skilgreining á lykilorðum
Image
Veikari skilgreining á lykilorðum
Veikari skilgreining á lykilorðum
hilmar