Styrkleiki lykilorða

Styrkleiki lykilorða

Í kerfum eins og Ábendingakerfi sveitarfélaganna eru oft viðkvæm gögn sem ekki mega leka út fyrir kerfið og sérstaklega ekki ef brotist er inn í kerfið vegna þess að lykilorð notenda voru léleg.

Í Ábendingakerfinu fylgir módúla (sem þarf að virkja) sem býr til lágmarkskröfur um lykilorð. Hægt er að setja upp mismunandi kröfur fyrir mismunandi notendur þannig að t.d. kerfisstjóri, þjónustustjóri og starfsfólk þjónustuborðs séu með strangari kröfu um lykilorð en t.d. starfsfólk úti á verkum, enda hafa þau mun takmarkaðri aðgang að ábendingunum og venjulega ekki aðgang að trúnaðarupplýsingum.

Til að stilla módúluna af þarf fyrst að fara á /admin/config/security/password_strength/settings síðuna til að velja (og hafna) hvaða aðferð á að nota við að bera saman lykilorðin við styrkleikastillinguna (t.d. dagsetningar, leet (1337) o.fl.). 

Næst þarf svo að setja upp skilgreiningarnar á hvað telst vera "öruggt" lykilorð með því að skilgreina reglurnar. Þær eru að sjálfsögðu mismunandi á milli sveitarfélaganna en hér fyrir neðan má sjá skjáskot af annars vegar mjög ströngum reglum fyrir Þjónustustjóra og Kerfisstjóra og hins vegar aðeins lausari reglum fyrir starfsmenn úti á verkum.

Image
Mjög stöng skilgreining á hvernig lykilorð eiga að vera
Ströng skilgreining á lykilorðum
Image
Veikari skilgreining á lykilorðum
Veikari skilgreining á lykilorðum
hilmar