Undir liðinn Ýmsar stillingar eru sett svæði sem vanalega er ekki mikið verið að breyta.
Staða
Staða ábendingar getur verið
- Ný ábending - Þegar ábending hefur borist frá íbúa en enginn hefur meðhöndlað hana
- Móttekin - Þegar þjónustuver hefur úthlutað henni á deild/svið
- Í vinnslu - Þegar starfsmaður úti á verki tekur við ábendingunni og hefst handa við að leysa úr henni
- Lokið - Þegar búið er að ljúka ábendingunni á einhvern hátt, hvort sem það var að málið leystist eða ekki var hægt að leysa úr málinu.
Trúnaður
Stundum koma inn ábendingar sem ekki eiga endilega að berast inn í kerfið, s.br. ábendingar um barnaverndarmál eða önnur mjög persónuleg mál. En ekki er heldur ráðlegt að eyða bara slíkum ábendingum, aftur, til að halda utan um gögnin.
Því er hægt að haka við ábendinguna sem Trúnaðarmál. Eftir að það hefur verið gert hefur enginn aðgengi að henni nema Þjónustustjóri og eftir atvikum starfsfólk Barnaverndar, ef þau hafa aðgengi að kerfinu.
Yfirlit trúnaðarábendinga er að finna undir hnappnum Trúnaðarábendingar, sem aðeins þjónustustjóri hefur aðgang að.
Tryggingamál
Ef fram kemur í ábendingu að aðstæður hafi valdið muna- eða líkamstjóni á að haka við „Tryggingamál“ – og fer þá tölvupóstur til lögfræðings sveitarfélagsins sem svarar tjónþola. Samhliða munu ábendingar berast til þeirra sem þurfa að bregðast við á vettvangi.
Það sem gerist líka er það að þegar ábendingu er lokað innan ábendingakerfisins, og tölvupóstur um að henni hafi verið lokað með ákveðinni niðurstöðu er sendur út, er sendur út formáli til sendanda ábendingarinnar um það að aðeins er verið að loka þeim hluta sem snýr að því sem þurfti að laga (t.d. holu eða þess háttar). Málið hjá lögfræðingi sveitarfélagsins er enn í fullum gangi (eftir atvikum).