Breyta notanda (notandinn sjálfur)

Breyta notanda (notandinn sjálfur)

Hægt er að breyta upplýsingum notenda og er það gert á tvo vegu. Annars vegar þær upplýsingar sem notandinn sjálfur getur breytt og svo þeim sem kerfisstjóri/þjónustustjóri getur breytt. Með því að ýta á "Breyta" hnappinn á yfirlitsmynd notandans færðu upp form sem þú getur átt við eftirfarandi upplýsingar.

Image
Ábendingakerfi - Breyta starfsmanni (starfsmaðurinn sjálfur)
Starfsmaðurinn sjálfur getur breytt eftirfarandi upplýsingum um sjálfan sig

Fullt nafn

Fullt nafn er aðallega notað til að birta ábyrgðaraðila ábendingar innan kerfisins, s.s. til að aðrir notendur kerfisins geti á einfaldan hátt fundið hver er ábyrgðaraðili ábendingarinnar á þessum tímapunkti.

Núverandi lykilorð

Sem öryggisatriði, ef það á að breyta tölvupóstfanginu eða lykilorðinu þarf að slá inn gamla lykilorðið hér. Annars þarf það ekki.

Netfang

Tölvupóstfang notandans. Þangað fær hann líka tilkynningar um nýjar ábendingar EF hann er skráður á svið/deild sem fær slíkar póstsendingar. Notandinn fær líka senda hlekki um endursetningu lykilorðs ef hann óskar um slíkt. Þó svo að notandinn geti breytt netfanginu ráðleggjum við frá því að vera mikið að fikta í því, því póstsendingar úr kerfinu reiða sig á það.

Lykilorð

Ef á að breyta lykilorðinu er nýja lykilorðið sett hér. Um leið og skrifað er í þennan reit mun annar eins reitur birtast fyrir neðan þar sem nýja lykilorðið er slegið inn aftur (til að koma í veg fyrir innsláttarmistök).

Við mælum með að setja inn langan streng af stöfum og númerum og láta svo notandann breyta sjálfan um lykilorðið þegar hann skráir sig inn í fyrsta sinn. Þar með er búið að koma (betur) í veg fyrir að einhver annar en notandinn kunni lykilorðið.

Ekki er sett krafa um lágmarksstyrkleika lykilorða í grunnuppsetningu Ábendingakerfisins, en við mælum mjög sterklega með því að það sé uppsett og skilgreint. Sér undirsíða um hvernig það er gert er í þessari handbók.

Undirskrift

Undirskriftin er eitthvað sem notendurnir sjálfir skilgreina, þó svo að það sé hugsanlega eitthvað sem sveitarfélögin sjálf vilja móta sér stefnu um. Undirskriftin kemur undir sjálfvirka pósta frá kerfinu þegar málum er lokað eða þeir áframsendir á utanaðkomandi deildir et.c.

 

hilmar