Breyta notanda (þjónustustjóri)

Breyta notanda (þjónustustjóri)

Þjónustustjóri og kerfisstjóri geta breytt meiri upplýsingum um notendur en notendurnir sjálfir. Til að hægt sé að breyta notanda á þann hátt þarf að fara í valmyndina fyrir notendur og velja "Yfirlit". Þá birtist listi yfir alla notendur kerfisins.

Image
Ábendingakerfi - Listi yfir notendur - Breyta notanda sem kerfisstjóri
Kerfisstjóri/þjónustustjóri geta valið um að breyta notanda sem kerfisstjóri, til að breyta t.d. sviði/sviðum starfsmanna

Þegar búið er að velja það að breyta starfsmanni sem kerfisstjóri kemur upp samskonar form og þegar notandinn breytir, nema það að það eru nokkur auka svæði.

Image
Ábendingakerfi - Listi yfir notendur - Breyta notanda sem kerfisstjóri - Breytingahamur
Breytingaformið, sýn þjónustu- og kerfisstjóra

Notendanafn

Þjónustustjóri getur breytt notendanafni notandans. Það fylgir sömu reglum og þegar notandinn er búinn til.

Staða

Hægt er að breyta stöðu notandans úr Virkum í Óvirkann. Óvirkur notandi getur ekki innskráð sig eða breytt neinu í kerfinu og því gott að setja þessa stöðu á alla þá starfsmenn sem hafa lokið störfum eða eru í tímabundnu leyfi. Ef þú vilt eyða notandanum skaltu lesa þig til um það á síðunni um hvernig eyða skal notanda.

Svið

Einungis notandi með kerfisstjóraréttindi geta breytt sviðum notenda. Það er m.a. gert til þess að notendurnir sjálfir séu ekki að færa sig til á milli sviða "til að skoða aðrar ábendingar". Það getur skapað óreiðu og er því þessi breyting aðeins á færi kerfisstjóra og þjónustustjóra.

hilmar