Hægt er að velja um þrenns konar svör til íbúa, sem koma í tölvupóstinn sem sendur er út við lokun á ábendingu.
Tilbúið svar
Hægt er að vista tilbúin svör í kerfinu og velja þau svo þegar ábendingu er lokað. Það er oft notað í þeim tilfellum sem svörin eru stöðluð, s.s. þegar fyllt er upp í holu í malbiki o.þ.h. Svörin eru forskráð af þjónustustjóra eða kerfisstjóra
Svar til íbúa
Einnig getur sá sem lokar ábendingunni skrifað frjálsan texta sem svar til íbúans.
Sambland af hvoru tveggja
Að lokum er hægt að velja sambland af bæði tilbúnu svari og frjálsum texta. Tilbúna svarið kemur samt alltaf fyrir ofan frjálsa textann.