Uppsetning kerfisins

Uppsetning kerfisins

Fyrst skulum við kannski skilgreina hvað þýðir "uppsetning kerfisins" og kannski meira "hvar" ertu að setja kerfið upp.

Uppsetning kerfisins fer fram á tveimur stöðum: Staðbundið á tölvu notenda og á netþjóni sem keyrir vefinn. Þegar við byrjum uppsetningu er best að setja vefinn upp staðbundið, það er lang þægilegast að vinna þannig og auðveldast að henda verkefninu út aftur ef eitthvað bregður útaf. Það sama á við þegar verið er að vinna í lifandi kerfi, það er langbest að byrja á því að vinna staðbundið, prófa breytingarnar og keyra þær svo á prófunarþjóna og þaðan á lifandi þjóninn.

Þegar þú setur kerfið upp eru þrír aðalhlutir sem þarf að hafa í huga: Kóðinn, gagnagrunnurinn og svo þau skjöl sem hafa verið hlaðið upp á vefinn (t.d. ljósmyndir, pdf skjöl og þess háttar).

Kóðinn er vanalega geymdur í útgáfustjórnunarkerfi s.b.r. Gitlab eða Github. Kóði ábendingakerfisins er á gitlab.com/abendingakerfi-sveitarfelaganna

Gagnagrunnurinn verður til þegar þú setur kerfið upp í fyrsta sinn og mun svo fylgja kerfinu það sem eftir er. Oft er talað um að "sækja nýtt dump af grunninum" sem þýðir að nýjasta útgáfan af honum er sótt á lifandi vefþjóninn, til að allar nýjustu stillingarnar séu með í för þegar farið er að vinna við breytingar.

Skjölunum sem hlaðið er upp á vefinn eru venjulega bara geymd þar og notuð er sérstök módúla til að "proxy-a" myndir og annað fyrir okkur staðbundið.

hilmar

Skref 0 - Það sem þarf að vera tilbúið áður (og aðeins einu sinni)

Skref 0 - Það sem þarf að vera tilbúið áður (og aðeins einu sinni)

Það eru auðvitað til margar leiðir til að setja upp Drupal verkefni staðbundið á tölvum notenda, en það hefur reynst okkur hjá Um að gera best að nota DDEV hugbúnaðarvöndulinn. DDEV eru svo í raun bara skel eða skriftur fyrir Docker.

ATH: Þessar leiðbeiningar eru fyrir Mac tölvur. Ef þú ert með Windows tölvu þarf auka skref sem lýst er á eftir þessum texta.

Það fyrsta sem þarf að sækja og setja upp á tölvum locally er Docker (https://www.docker.com/get-started). Það er bara sett upp eftir lýsingu frá framleiðanda.

Því næst er að setja inn DDEV með homebrew (nema að þig vanti homebrew líka, þá þarftu auðvitað að setja það upp fyrst: https://brew.sh ). Uppsetningaleiðbeiningar á DDEV er að finna á síðunni https://ddev.readthedocs.io/en/stable/ 

Þetta þarf s.s. aðeins að gera einu sinni

hilmar

Windows uppsetning

Windows uppsetning

WSL2setup

https://ddev.readthedocs.io/en/stable/#installation-or-upgrade-windows-wsl2

Hér er hlekkur á opinberu leiðbeiningarnar frá Microsoft um WSL2: https://docs.microsoft.com/en-us/windows/wsl/install-win10#manual-installation-steps

You will want to go through the “manual installation” (steps 1 through 6) unless you are a part of the windows insiders program.

Mundu svo að fara aftur hingað og klára uppsetninguna:  https://ddev.readthedocs.io/en/stable/#installation-or-upgrade-windows-wsl2

Set default WSL version to 2
Linux distro installation from the Microsoft store.
Check WSL version for the distro

Docker uppsetning

https://www.ddev.com/ddev-local/ddev-wsl2-getting-started/#install-docker
https://hub.docker.com/editions/community/docker-ce-desktop-windows/

Install docker desktop
Enable WSL integration

hilmar