Skip to main content
Um að gera ehf.

Main navigation

  • Handbækur
    • Handbók Ábendingakerfis Sveitarfélaganna
    • Tæknihandbók Ábendingakerfis Sveitarfélaganna
  • Wiki
User account menu
  • Log in

Breadcrumb

  1. Home
  2. Tæknihandbók Ábendingakerfis Sveitarfélaganna

Uppsetning kerfisins

By hilmar, Wed, 06/23/2021 - 11:02

Fyrst skulum við kannski skilgreina hvað þýðir "uppsetning kerfisins" og kannski meira "hvar" ertu að setja kerfið upp.

Uppsetning kerfisins fer fram á tveimur stöðum: Staðbundið á tölvu notenda og á netþjóni sem keyrir vefinn. Þegar við byrjum uppsetningu er best að setja vefinn upp staðbundið, það er lang þægilegast að vinna þannig og auðveldast að henda verkefninu út aftur ef eitthvað bregður útaf. Það sama á við þegar verið er að vinna í lifandi kerfi, það er langbest að byrja á því að vinna staðbundið, prófa breytingarnar og keyra þær svo á prófunarþjóna og þaðan á lifandi þjóninn.

Þegar þú setur kerfið upp eru þrír aðalhlutir sem þarf að hafa í huga: Kóðinn, gagnagrunnurinn og svo þau skjöl sem hafa verið hlaðið upp á vefinn (t.d. ljósmyndir, pdf skjöl og þess háttar).

Kóðinn er vanalega geymdur í útgáfustjórnunarkerfi s.b.r. Gitlab eða Github. Kóði ábendingakerfisins er á gitlab.com/abendingakerfi-sveitarfelaganna

Gagnagrunnurinn verður til þegar þú setur kerfið upp í fyrsta sinn og mun svo fylgja kerfinu það sem eftir er. Oft er talað um að "sækja nýtt dump af grunninum" sem þýðir að nýjasta útgáfan af honum er sótt á lifandi vefþjóninn, til að allar nýjustu stillingarnar séu með í för þegar farið er að vinna við breytingar.

Skjölunum sem hlaðið er upp á vefinn eru venjulega bara geymd þar og notuð er sérstök módúla til að "proxy-a" myndir og annað fyrir okkur staðbundið.

  • Printer-friendly version
  • Skref 0 - Það sem þarf að vera tilbúið áður (og aðeins einu sinni)

Book traversal links for Uppsetning kerfisins

  • Tæknihandbók Ábendingakerfis Sveitarfélaganna
  • Up
  • Skref 0 - Það sem þarf að vera tilbúið áður (og aðeins einu sinni)

Book navigation

  • Uppsetning kerfisins
    • Skref 0 - Það sem þarf að vera tilbúið áður (og aðeins einu sinni)
RSS feed
Powered by Drupal