Þeir sem starfa í þjónustuveri eða eru deildar- og/eða sviðsstjórar munu fá eftirfarandi skjámynd upp hjá sér þegar þegar velja að sýsla með eina ákveðna ábendingu.
Fyrst birtist Titill ábendingarinnar, eins og hann var skráður hjá þeim sem sendi hana inn. Í flestum tilfellum þarf ekki að eiga við titilinn, en þó gæti, í einhverjum tilfellum verið betra að laga hann aðeins, ef t.d. verið er að nota gróft orðbragð.