Stöður ábendinga eru vanalega fjórar: Ný ábending, Móttekin, Í vinnslu og Lokið.
- Ný ábending er staða sem ábendingin fær þegar hún er send inn og enginn hefur snert hana.
- Móttekin er staða sem ábendingin fær þegar þjónustuver hefur úthlutað henni til næstu deildar til frekari úrvinnslu.
- Í úrvinnslu, eins og nafnið gefur til kynna er staða fyrir ábendingar þegar verið er að vinna þær (starfsmaður á verki er að fylla í holu eða önnur úrlausn)
- Lokið, er fyrir ábendingar sem hefur verið lokað, venjulegast vegna þess að þeim er lokið.
Hægt er að bæta við stöður ábendinga undir flokkunarhugtakinu Staða ábendingar, en það hefur samt engan tilgang í sjálfu sér, þar sem það eru engar sýnir á gögnin sem hafa hinar nýju stöður. Það þyrfti þá að gera í samráði við kerfisstjóra til að geta birt gögnin og, eftir þörfum, reiknað út nýja tímastimpla á ábendingarnar.
Stöðurnar eru t.d. notaðar til að skrá tímastimpla á því hvenær ábendingin er meðhöndluð, hvenær hún fer úr stöðunni mótekin í stöðuna Í úrvinnslu og svo þegar henni er lokað.