Ef sveitarfélögin eru stór getur þurft að skipta bæjarhlutunum upp í hverfi. Hér er aðallega verið að meina þegar það eru t.d. þjónustustöðvar á nokkrum stöðum. Reykjavíkurborg er með ellefu "hverfi" þó svo að tæknilega myndu íbúarnir tala um mun fleiri. Í ábendingakerfi Borgarinnar er Breiðholt allt eitt hverfi, en ekki mörg (Stekkir, Bakkar, Sel, Berg, Fell og Hólar). Þessi flokkun er s.s. til að geta betur flokkað niður hvert á að senda ábendingarnar. Sem dæmi er óþarfi að Jóna sem er í garðslætti og viðhaldi í Breiðholti sjái endilega ábendingar um garðslátt í Vesturbæjarhverfinu.
Notkun á þessum flokki er algjörlega valkvæð, en til þess að hún virki sem skildi þarf að stilla bæði af sýnirnar fyrir starfsmennina og tengja viðeigandi starfsmenn á hverfin.
Engin önnur svæði þarf að fylla út annað en nafn hverfisins.
Önnur góð ástæða fyrir því að nota hverfa-flokkun væri í sameinuðum sveitarfélögum. Sveitarfélagið Árborg samanstendur af Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyri. Ef ábendingarnar eru flokkaðar á hverfin er auðveldara að taka út tölfræði úr kerfinu, t.d. til að sjá hlutfall á milli hverfahluta o.þ.h.