Ábendingategundir er kannski ekki mest lýsandi nafn í heimi, en þar eru settar inn skilgreiningar á deildum sveitarfélagsins sem fá ábendingar til sín. En um leið verður ábendingin af þeirri “tegund”.
Ein tegund þarf alltaf að vera til á einhverju formi og það er sú tegund (deild) sem sér um grunn-úrvinnslu ábendinga, oftast kallað þjónustuver.
Þegar Þjónustuverið (eða hvað sem sveitarfélagið vill kalla þjónustudeildina) hefur verið stofnað þarf að stilla kerfið af til þess að það viti hver grunnstoðdeildin er. Það er gert með því að fara á /admin/config/indication/service-desk-configuration Ef þú stofnaðir “Þjónustuver” sérðu reyndar að það er sjálfgefin stilling. En það þarf að skilgreina hvenær þjónustuverið opnar og lokar (klukkustundir og mínútur)